Sjöunda Bergmótaröðin í golfi fór fram 2. ágúst síðastliðinn á vegum GKS á Siglógolf á Siglufirði. Tólf kylfingar tóku þátt að þessu sinni, en mótið hefur verið haldið á miðvikudögum í sumar og verða mótin alls 10. Fimm bestu mótin telja til úrslita. Keppt er í tveimur flokkum í punktakeppni.

Úrslit:

Í 1. sæti var Kári Hreinsson með 23 punkta í A flokki. Sævar Kárason var í 2. sæti með 18 punkta og Þorsteinn Jóhannsson með 18 punkta í 3. sæti.

Í 1. sæti í B flokki var Ríkey Sigurbjörnsdóttir með 20 punkta. Í öðru sæti var Óli Agnarsson með 17 punkta. Í 3. sæti í B flokki var Tómas Pétur Óskarsson með 16 punkta.

Mótaröðin verður skipt upp í tvo flokka í sumar.
Punktakeppni með forgjöf.

A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf

Öll úrslit:

Öll úrslit.
Forgjöf keppenda.