Sýningar standa nú  yfir hjá Leikfélagi Húsavíkur á leikritinu Sitji guðs englar. Þetta er leikgerð Illuga Jökulssonar upp úr þrem bókum Guðrúnar Helgadóttur; Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Leikstjórar eru Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir.

Uppselt hefur verið á allar sýningarnar 17 sem sýndar hafa verið. Sýnt verður fram til 1. maí en þá verður lokasýning.

Sitji guðs englar fjallar um fátæka og barnmarga fjölskyldu í íslensku sjávarþorpi á hernámsárunumenglar og við sjáum lífið á þessum árum gegnum augu barnanna. Hinar og þessar uppákomur verða í lífi þessara barna, sumar fyndnar og skemmtilegar og aðrar mjög sorglegar.