Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað 70,1 milljón til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Nokkrir veglegir styrkir renna að þessu sinni til verkefna í Fjallabyggð.
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 190 umsóknir, þar af 58 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 132 til menningar og samþykkt að veita 93 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 70,1 mkr.
Verkefnið Reitir í Fjallabyggð fékk úthlutað 900.000 kr. Verkefnið Skúlptúrgarður við Alþýðuhúsið á Siglufirði í umsjón Aðalheiðar Eysteinsdóttur fékk 1.000.000 kr. Verkefnið Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í umsjón Aðalheiðar Eysteinsdóttur fékk 750.000 kr. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði fékk 700.000 kr. Verkefnið Tónlistarskóli Blue North Music Festival í umsjón Jassklúbbar Ólafsfjarðar fékk 500.000 kr. Ljóðasetur Íslands fékk 700.000 kr. rekstrarstyrk. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði fékk 1.500.000 kr. rekstrarstyrk. Safnahús Ólafsfirði, Sigurhæðir fékk 1.550.000 kr. styrk.
Öll verkefnin má sjá hér.