Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu við Kiwanisklúbbinn Freyju um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags.
Sveitarfélagið Skagafjörður mun sjá um hönnun og afmörkun svæðisins í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyju en þar er gert ráð fyrir leiktækjum og annarri aðstöðu fyrir alla aldurshópa.