Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 3. maí lagði bæjarstjóri Fjallabyggðar fram undirritað samkomulag við Rauðku ehf. sem og tillögu að samþykktum fyrir Leyning ses.

Rauðka ehf. er fyrirtæki sem starfar í ferðamannaiðnaði vill auka fjölbreytni í þjónustu fyrir almenning og ferðamenn.

Fjallabyggð hefur sýnt þessum framkvæmdum áhuga og samþykkti þann 28. febrúar 2012 að hefja skyldi viðræður milli Rauðku ehf. og félaga því tengdu um hugmyndir um fjárfestingar og uppbyggingu á Siglufirði og aðkomu Fjallabyggðar að því. Valtýr Sigurðsson hrl. leiddi viðræðurnar sem oddamaður.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti samninginn og samþykktirnar eins og þær lágu fyrir fundinum og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar sem haldinn var í gær og þar var samkomulagið og samþykkt þar.

 

Í því er m.a. fjallað um:

• Miðbæ Siglufjarðar og lóðir þar, með hliðsjón núverandi starfsemi þ.e. höfn, miðbæ o.þ.h. og væntanlegu hóteli og afþreyingarsvæði fyrir ferðamennsku.

• Uppfyllingu við innri höfn / tangann og nýtingu þess svæðis vegna uppbyggingar ferðaþjónustu. Stefnt er að flutningi á starfssemi Báss ehf. af svæðinu og Fjallabyggð mun aðstoða Bás ehf. við að fá nýja lóð verði eftir því leitað.

• Uppbyggingu golfvallar á Siglufirði sem verður í höndum Leynings ses. sem er sjálfseignarstofnun sem Rauðka ehf. og Fjallabyggð stofna. Fjallabyggð leggur til 16 milljónir kr. til uppgræðslu í Hólsdal en að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir framlagi bæjarins til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að golfvöllurinn verði opnaður á árinu 2015.

• Skíðasvæðið á Siglufirði, en Leyningur ses. tekur að sér að byggja upp skíðasvæðið. Fjallabyggð leggur fram óafturkræft öll mannvirki og búnað sem nú eru á svæðinu, en á móti leggur Rauðka ehf. eða félag á þess vegum fram 300 milljónir króna í peningum til uppbyggingarinnar. Fjallabyggð mun áfram styrkja rekstur síðasvæðisins eins og hefur hefur verið. Með því er mætt skyldum sveitarfélagsins gagnvart íbúum til aðgangs að svæðinu. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum á skíðasvæði ljúki á árinu 2014.

• Rauðka ehf. hefur látið frumteikna hótelbygingu við smábátahöfnina og hefur bæjarráð samþykkt skipulag lóðarinnar og gerð lóðarleigusamnings við Rauðku. Þar sem byggingarreiturinn er á snjóflóðahættusvæði fæst nýtt deiliskipulag ekki staðfest af Skipulagsstofnun að sinni. Fjallabyggð hefur lagt fram framkvæmdaáætlun um gerð stoðvirkja á árunum 2012 til 2014 og því á ekkert að vera til fyrirstöðu af hálfu Fjallabyggðar að reiturinn fáist staðfestur 2014. Reiknað er með að hótelið rísi á árunum 2014 og 2015 og verði tekið í notkun 2015.

Samningsaðilar líta svo á að skoða beri framkvæmdirnar sem eina heild þannig að gangi eitt verkefnið ekki eftir hafi það áhrif á réttindi og skyldur varðandi önnur verkefni.

 

Heimild: XD.Fjallabyggd.is