Í vikunni hefur verið unnið við ýmsan frágang við Hálslyftu á Siglufirði m.a. við að grafa niður öryggiskapal, setja jarðveg að undirstöðu, mála lyftuhús og fegra allt umhverfi. Unnið er við ýmsa aðra hluti til að gera Skíðasvæðið í Skarðsdal klárt fyrir veturinn og hefur verið unnið markvisst að fyrirbyggjandi viðhaldi í sumar en lyftur og tæki þurfa mikið viðhald.

Nú síðasta laugardag voru krakkar á skíðum í Skarðsdalnum, en hópur krakka, þjálfara og foreldra voru á skíðum við fínar aðstæður en hægt er að skíða niður svokallaðan miðbakka á Búngusvæði. Voru krakkarnir dregin upp á snjósleðum upp á Búngutopp og skíðuðu þar niður bæði innri leið og miðbakkann. Veðrið var mjög gott 10-15 stiga hiti og logn.

9719276206_f2d4f37320_c
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is.
Heimild: skard.fjallabyggd.is