Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, hefur valið fjóra hópa sem taka þátt í Hæfileikamóti 15.-17. maí. Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli, Framvelli og Laugardalsvelli.

Frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar er einn leikmaður í þessum hópi en það er Lucas Vieira Thomas, fæddur árið 2009, en hann lék fyrir 3. og 4. flokk KF á síðasta ári.

Dalvík á einnig leikmann sem var boðaður á þessar æfingar, Úlfur Berg Jökulsson.  KA og Þór eiga einnig nokkra drengi sem voru valdir en flestir koma frá höfuðborgarsvæðinu í þetta verkefni.

 

Dagskrá:

Mánudagur – 15. maí Þriðjudagur – 16. maí Miðvikudagur – 17. Maí
Stjörnuvöllur Garðabæ Framvöllur – Úlfarsárdalur Laugardalsvöllur
09:30 Mæting: Hópar 1 og 2 09:30 Mæting: Hópar 2 og 4 09:30 Mæting: Hópar 1 og 4
09:35 Leikmenn fá æfingaföt 09:45 Æfing hefst 09:45 Æfing hefst
10:00 Æfing hefst 11:30 Fyrirlestur 11:30 Fundur
11:45 Dagskrá lokið 12:15 Dagskrá lokið 12:00 Dagskrá lokið
Hópaskipti Hópaskipti Hópaskipti
11:45 Mæting: Hópar 3 og 4 11:15 Mæting: Hópar 1 og 3 11:45 Mæting: Hópar 2 og 3
11:50 Leikmenn fá æfingaföt 11:30 Fyrirlestur 12:00 Fundur
12:15 Æfing hefst 12:15 Æfing hefst 12:30 Æfing hefst
14:00 Dagskrá lokið 14:00 Dagskrá lokið 14:15 Dagskrá lokið

Á fyrstu æfingunni fá leikmenn fá afhenta æfingaboli, stuttubuxur og sokka sem þeir halda á meðan Hæfileikamóti stendur. Þeir taka því fötin með sér heim á milli æfinga. Eftir æfinguna á miðvikudag eiga leikmenn svo að skila stuttbuxum og sokkum en þeir fá að eiga bolinn.

Drengirnir skulu sjálfir koma með vatnsbrúsa á æfingarnar. Einnig er sniðugt að vera með einhverja næringu til að fá sér strax eftir æfingar.

KSÍ greiðir kostnað við flug leikmanna sem fljúga í landsliðverkefni með Air Iceland Connect.