Tennis- og badmintonfélag Fjallabyggðar sendi 8 iðkendur á RIG – Reykjavík International games sem haldið er í TBR í Reykjavík nú um helgina. Mótið er Unglingameistaramót á vegum TBR.
Iðkendum frá TBS stóðu sig vel að vanda og voru nokkrir undanúrslitaleikir háðir nú síðdegis og einnig á morgun, auk úrslitaleikja.
Nokkrar myndir af keppendum í dag fylgja hér fréttinni.