Dagana 22.-25. mars fer Unglingameistaramót Íslands fram á Ísafirði. Skíðafélag Ólafsfjarðar á sex keppendur á mótinu sem keppa í alpagreinum og skíðagöngu. Keppendurnir eru: Erla Marý Sigurpálsdóttir, Hugrún Pála Birnisdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Marinó Jóhann Sigursteinsson og Sigurbjörn Albert Sigursteinsson en þau keppa í skíðagöngu.
Í alpagreinum keppa svo Alexía María Gestsdóttir og Erla Marý Sigurpálsdóttir. Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar www.snjor.is.