Allir í fyrsta bekk í Dalvíkurskóla fengu í upphafi mánaðarins hjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni. Við það tækifæri kom lögreglan og ræddi við nemendur um umferðarreglur og mikilvægi þess að nota alltaf hjálm, hvort sem þeir eru á hjóli, hjólabretti eða línuskautum.