Um helgina var haldið Unglingamót Tennis og Badmintonfélags Siglufjarðar í Íþróttahúsinu á Siglufirði.
Keppt var í flokkum U-9 til U-15 og voru 27 keppendur frá TBS og 8 frá Íþróttafélaginu Samherjum sem tóku þátt.
Margir keppendur voru að taka þátt í sínu fyrsta móti.
UMF Samherjar er félag úr Eyjafjarðarsveit sem var stofnað árið 1996.