„Vitleysa og kjaftæði“ – Una á Siglufirði hefur ekki boðið neinum útlendingum í jólamat – Inspired by Iceland

Una Agnarsdóttir á Siglufirði.Una Agnarsdóttir á Siglufirði.

Íslandsstofa hefur ákveðið að framlengja átakið þar sem ferðamönnum er boðið inn á íslensk heimili og kynnir á heimasíðu sinni fólk sem ætlar að bjóða í jólamat á aðfangadagskvöld og áramótavelsu á gamlárskvöld.

Á heimasíðu Inspired by Iceland er heimilisfólkið á Fossvegi 16 á Siglufirði kynnt til sögunnar sem gestgjafar tveggja útlendinga á aðfangadagskvöld.

Þetta er bara vitleysa og kjaftæði; ég ætti ekki annað eftir en að sitja uppi með bláókunnuga útlendinga heima hjá mér á aðfangadagskvöld,

segir Una Agnarsdóttir, húsfreyja á Fossvegi 16 á Siglufirði.

Krakkarnir voru að leika sér í tölvunni og sendu þetta boð inn. Ég hef reynt að ná þessu út en get ekki en hef hins vegar skammað krakkana sem lofa að gera þetta ekki aftur.

– En hvað ætlarðu að gera ef tveir útlendingar banka upp á hjá þér klukkan sex á aðfangadagskvöld í sparifötunum?

Varla myndi ég láta þá verða úti,

segir Una Agnarsdóttir á Fossvegi 16 á Siglufirði.