Á laugardag 20. ágúst fóru 770 bílar um Héðinsfjarðargöng, samtals óháð stefnu. Sunnudaginn 21. ágúst fóru 538 bílar um Héðinsfjarðargöng.  Um Siglufjarðarveg sama daga fóru 309 bílar á laugardag en 335 bílar á sunnudag. Nýjar mælingar Vegagerðarinnar eru nú hafnar við Ólafsfjarðarmúla. Umferðin þar þann 20. ágúst 733 bílar, óháð stefnu og 21. ágúst 645 bílar.

Það er ljóst að dregið hefur úr umferðinni á þessu svæði frá því í sumar enda mun færri ferðamenn nú á ferli í lok sumars.