Umferðarslys varð út í Grímsey í gærkveldi er bifreið fór útaf vegi við Grímseyjarhöfn og endaði ofan í grýttri fjöru en vonsku veður var á vettvangi, mikill vindur og ofankoma.
Óhappið var tilkynnt lögreglu rétt fyrir klukkan tíu og var strax óskað eftir sjúkraflugi og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Vegna veðurs varð sjúkraflugvél Mýflugs frá að hverfa en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti út í Grímsey um hálf tvö í nótt og var ökumaður fluttur á bráðamóttöku Sjúkrahúss Akureyrar til aðhlynningar.
Þess má geta að ökumaður var einn í bifreiðinni og er ekki vitað um meiðsli og líðan hans á þessari stundu.