Vegagerð ríkisins fjallaði nýlega um umferðaröryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Gerðar voru tillögur um úrbætur á nokkrum stöðum við þjóðveginn.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar það frumkvæði sem Vegagerðin hefur haft við gerð tillagana um úrbætur í umferðaöryggi á þjóðveginum í gegnum Dalvík. Ráðið hefur beint því til bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar að veitt verði fjármagni til gerðar umferðaröryggisáætlunar fyrir Dalvík og hefur lagt til að haldinn verði íbúafundur um umferðaröryggismál á haustdögum.