Umferðin á Hringvegi í nýliðnum júlímánuði reyndist 1% meiri en í sama mánuði í fyrra og þá hefur umferðin aldrei verið meiri. Mest jókst umferð um Norðurland, eða 11,4% en á Suðurlandi mældist 2,5% samdráttur.

Frá áramótum hefur mest verið ekið á föstudögum, en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist alla vikudaga en mest á þriðjudögum og sunnudögum, eða 5,1%. Minnst hefur umferð aukist á miðvikudögum eða 2,5%.

Eftir því sem liðið hefur á sumarið hafa horfur út árið 2024 farið minnkandi. Núna gerir spálíkan umferðardeildar ráð fyrir því að umferð geti aukist um 3,4%, sem er mun lægra en gert var ráð fyrir í upphafi árs og sumars.  Ástæðan fyrir minni væntri aukningu er fyrst og fremst sú að samdráttur varð í júní og mun minni aukning varð í júlí, en meðalþróun gerði ráð fyrir.

Heimild: Vegagerðin.