Pæjumótinu á Siglufirði lauk í gær. Hægt er að sjá úrslit sunnudagsins hér. Umferð var talsverð frá Siglufirði í gær bæði um Strákagöng og Héðinsfjarðargöng. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu í gær var 1539 bílar. Umferð um Siglufjarðarveg óháð stefnu í gær voru 996 bílar. Einnig var mikil umferð um Hámundarstaðaháls eða 4198 bílar í gær, 7. ágúst. Í gær fóru 2924 um Öxnadalsheiði og 2844 um Víkurskarðið.