Umferðin um Héðinsfjarðargöng jókst á laugardag og á Páskadag miðað við dagana á undan. Á laugardögum er alkunna að Ólafsfirðingar skelli sér til Siglufjarðar og stoppi við í ÁTVR og jafnvel Siglufjarðarbakarí. Engin áfengisverslun né bakarí er að finna á Ólafsfirði. Það gæti útskýrt aukninguna á laugardeginum um Héðinsfjarðargöng.
Siglufjarðarvegur: 7. apríl 291 bílar, 8. apríl 235 bílar.
Héðinsfjarðargöng: 7. apríl 760 bílar, 8. apríl 487 bílar.
Samanlögð umferð óháð stefnu og tölur frá Vegsjá Vegagerðar.