Mikil, jöfn og þétt umferð hefur verið í Héðinsfjarðargöngum í sumar og langt umfram væntingar, metin hafa verið slegin og munu halda áfram að koma ný met í sumar. Sjá tölur að neðan frá Vegsjá Vegagerðarinnar.

17.júlí 1148 bílar, 18.júlí 832 bílar.

Mjög kalt var í Héðinsfirði í nótt, en hitinn fór niður fyrir 3 ° milli klukkan 3-6. Hitinn í gærdag fór með í 9° stig og var því talsvert kaldara en á Siglufirði. Hitinn á Siglufirði í nótt fór niður í 2 ° og hefur því verið kalt fyrir þá tjaldbúa sem eru á tjaldsvæðum í Fjallabyggð.