Mikil umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng síðustu daga, ekki skemmir fyrir knattspyrnumótið á Ólafsfirði og gott veður á Norðurlandi. Sjá umferðartölur frá Vegagerðinni hér að neðan.

14.júlí 950 bílar, 15.júlí 1145 bílar, 16.júlí 1244 bílar, sem er næst mesta aðsókn í gegnum göngin frá opnun.

Það voru ekki sérlega háar hitatölur í Héðinsfirði um helgina, í dag fór hann mest í 11 stig og í gær fór hann mest í rúmlega 10 stig, en veðrið hefur verið fallegt.

Fólk á  ættarmóti fjölmennti í Héðinsfjörðinn og gekk að bæinum Vík.