UMF Glói í Fjallabyggð fagnar 30 ára afmæli 17. apríl næstkomandi.  Í tilefni þess verður m.a. gefið út afmælisblað þar sem eitt og annað úr sögu félagsins verður rifjað upp.
Félagið leitar nú að efni í afmælisritið og eru þeir sem vilja koma einhverju á framfæri heyra í formanni félagsins eða kvitta við á samfélagsmiðlum þess.
UMF Glói var stofnað á Siglufirði árið 1994, og hefur nær árlega haldið úti ýmsum viðburðum, eins og hlaupum, Ljóðahátíð og fleira. Félagið er aðilarfélag Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar.
Í upphafi snérist þetta hinsvegar í kringum körfubolta sem var stofnaður af eldri bekkingum grunnskólans og urðu iðkendur fljótlega um 60. Körfuboltinn var aðalhlutverki félagsins fyrstu árin. Síðar bættust við sund, frjálsar íþróttir, fimleikar og menningarmál.
Formaður stjórnar félagsins er Þórarinn Hannesson.