Í gegnum Héðinsfjarðargöngin hafa síðustu vikuna farið um og yfir 800 bílar á dag. Þessi samgöngubót skiptir öllu máli fyrir Siglufjörð og einnig Ólafsfjörð. Núna er t.d. hægt að keyra Tröllaskagahringinn sem mælist í kringum 280 km. Lágheiðin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar er ennþá lokuð vegna snjóþyngsla og er nú sá vegur lokaður mestan part ársins líkt og Siglufjarðarskarðið.
Upplýsingar eru úr teljara Vegagerðarinnar.
- Fimmtudaginn 4. júlí, 867 bílar, óháð akstursstefnu.
- Miðvikudaginn 3. júlí, 870 bílar, óháð akstursstefnu.
- Þriðjudaginn 2. júlí, 791 bílar, óháð akstursstefnu.
- Mánudaginn 1. júlí, 817 bílar, óháð akstursstefnu.