Um 80 unglingar frá Fjallabyggð fóru með rútu til Reykjavíkur á föstudag og tóku þátt í balli á vegum Samfés sem haldið var í Laugardalshöllinni. Páll Óskar, Jón Jónsson og Emmsjé Gauti héldu uppi stuðinu ásamt fleiri skemmtikröftum.Um 4000 þúsund unglingar voru á ballinu og var stemningin góð.

Þrjátíu unglingar úr öllum landshlutum tóku þátt í lokakeppninni sem haldin var í dag en fjöldi forkeppna var haldinn víða um land.

Ungmennin frá Fjallabyggð fóru í dag í Smáralind, í Kolaportið, á skauta og í bíó, en Fjallabyggð var ekki með neitt atriði á söngkeppni Samfés sem haldin var í dag.

Sigurvegarinn í dag var Melkorka Rós Hjartardóttir, frá félagsmiðstöðinni Borunni í Vogum á Vatnsleysuströnd,  hún söng lagið Eilíf ást.

Hægt er að hlusta á útsendingu frá Samfés 2012 hér.

Myndir frá Samfes.is