Um 70 manns sóttu gönguskíðanámskeið í Fjallabyggð um helgina. Námskeiðið er haldið í samstarfi Skíðafélags Ólafsfjarðar, Skíðafélags Siglufjarðar fyrir ferðaskrifstofuna Mundo, Sigló Hótel og Sóti Travel. Hægt er að panta þetta skíðaævintýri á vef Keahótels, en innifalið er gisting í tvær nætur, fjórar skíðaæfingar ásamt mat. Pakkinn kostar 199.900 fyrir tvo aðila.

Ferðaskrifstofan Mundo býður einnig uppá bókanir og gistingu í skíðagöngunámskeiðin frá sinni síðu en í þeim pakka er gist á Hótel Siglunesi og fjölbreytt gisting í gangi og verð frá 74.900 á mann.

Enn er góður snjór á í Skeggjabrekkudal og á golfvellinum í Ólafsfirði fyrir gönguskíðafólk.

Sumar gestanna koma ár eftir ár á þessi námskeið og er fólk mjög ánægt með dvölina.

Þjálfararnir koma frá skíðafélögunum í Fjallabyggð.