Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skíðaparadísina á Siglufirði í dag, en umsjónarmenn svæðisins töldu um 650 manns hafi komið á svæðið í dag, föstudaginn langa. Þá var hiti á Siglufirði um 6 gráður meðan svæðið var opið.
Áfram verður opið alla páskana og veðurspá góð fyrir helgina.
Eftir erfiðan vetur í Skarðsdal vegna snjóleysis þá er kærkomið að fá svona mikinn fjölda inn á svæðið. Skíðasvæðið opnaði 16. janúar en aðeins voru 7 opnunardagar í janúar og 15 í febrúar. Til stóð að opna 1. desember en þá vantaði allan snjó og einnig hafa hvassviðrisdagar haft áhrif á opnunardaga eftir að snjórinn kom í janúar og febrúar.