Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í dag fyrir fræðslu um brunavarnir og slökkvitækjakennslu á Deplum í Fljótum. Um 60 starfsmenn hótelsins tóku þátt í námskeiðinu sem er mikilvægt fyrir starfsmennina, þ.e. að fá þekkingu á notkun slökkvitækja og þekkingu um brunavarnir á vinnustöðum sem og á heimilum.
Þetta kom fram í færslu frá Slökkviliði Fjallabyggðar í dag ásamt myndum.