Varðskipið Týr fór til Siglufjarðar í gærkvöldi til að sinna sjúkraflutningum. Áhöfnin sótti veikan mann til að flytja sjóleiðina til Akureyrar. Varðskipið kom aftur að bryggju á Akureyri snemma í morgun og þar biðu sjúkraflutningamenn sem fluttu manninn á sjúkrahúsið á Akureyri. Ófært hefur verið landleiðina síðustu daga. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.

May be an image of 1 einstaklingur

Myndlýsing ekki til staðar.