Í gærkvöldi bárust Björgunarsveitinni Tindi í Ólafsfirði tvö útköll vegna óveðurs. Í báðum útköllum tengdist það þakplötum sem voru að losna og náðist að skrúfa niður í öðru útkallinu en þurfti að koma spottum yfir bygginguna í hinu útkallinu til að passa að þakplötur færu ekki af stað þar sem kjölurinn í miðjunni var farin.
Verktakafyrirtækið Smárinn Ehf voru fljótir að bregðast við og komu með steypuklumpa til þess að festa niður spottana.
Allt gekk vel í þessum útköllum en það er áframhaldandi slæm veðurspá og fólki bent að huga að umhverfinu sínu.