Fjallabyggð fékk tvö tilboð í verkefni vegna frágangs á yfirborði við Óskarsbryggju á Siglufirði. Kostnaðaráætlun Fjallabyggðar nam 10.870.500 kr, en tvo tilboð sem bárust voru mun hærri. Bás ehf og Sölvi Sölvason gerðu bæði tilboð í verkefnið. Óskarsbryggja er norðantil á hafnarsvæðinu og er 160 metra löng.

Tilboðin:

Bás ehf. bauð kr. 14.998.960 í verkið
Sölvi Sölvason bauð kr. 15.726.500 í verkið.
Kostnaðaráætlun var kr. 10.870.500.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Bás ehf í verkið, sem var lægstbjóðandi.