Fjallabyggð fékk tvö tilboð þegar auglýst var eftir tilboðum í verkefni sem snýr að endurnýjun á Aðalgötunni á Siglufirði. Bás ehf sendi inn tilboð sem var rétt yfir kostnaðaráætlun sem var um 75,6 milljónir, en verktakinn Sölvi Sölvason bauð tæpum 10 milljónum undir kostnaðaráætlun. Tilboðin hafa verið yfirfarin og samið verður við lægstbjóðenda, Sölva Sölvason.
Lögð verður áhersla á náið og gott samstarf við verslunareigendur og fasteignaeigendur í götunni á meðan framkvæmdinni stendur, samkvæmt tilllögu bæjarráðs Fjallabyggðar.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. 75.706.167,-
Sölvi Sölvason 65.868.982,-
Kostnaðaráætlun 75.688.550,-