Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir lóðum fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á Vesturtanga á Siglufirði. Vegna þessa hefur skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar ákveðið að skipuleggja svæði sem nær til hluta Vesturtanga þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Skipulagssvæðið er um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er á Vesturtanga og afmarkast af götunum Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðisins.
Við hönnun mannvirkja á Vesturtanga skal tekið tillit til þess að sjór getur flætt inná svæðið ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi t.d. ef saman fer stórstreymi og mikill sjógangur.