Árlegir vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða um næstu helgi og eru tvennir að þessu sinni: Í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík föstudagskvöldið 2. maí, kl. 20 og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 3. maí, kl. 17.

Íslensk tón- og ljóðskáld hafa um áraraðir mótað tónlistarlíf íslensku þjóðarinnar. Þessi skáld eiga því mörg af þeim lögum og ljóðum sem okkur þykir vænst um. Þar á meðal eru flest þekktustu verk sem flutt eru af íslenskum karlakórum. Þessu vilja félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi halda á lofti og því eru öll verkin á vortónleikunum eftir íslenska höfunda.

10268591_10203772015283711_4133422116408321222_n