Tvær umsóknir bárust um tímabundna setningu í embætti sóknarprests Laugalandsprestakalls, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, en umsóknarfrestur rann út þann 20. mars síðastliðinn.  Tekin verður ákvörðun um setningu í embættið fljótlega samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Kirkjunnar.

Umsækjendurnir eru:

Sr. Haraldur Örn Gunnarsson, sóknarprestur í Noregi.

Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.