Bláahúsið

Að vanda verður athöfn á Siglufirði á Sjómannadaginn 4. júní kl. 14:00. Blómsveigur verður lagður á minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.

Tveir sjómenn verða heiðraðir, Haukur Jónsson og Ólafur Gunnarsson. Kolbeinn Óttarsson Proppé flytur ávarp.

Slysavarnarfélagið Vörn verður með kaffisölu í Bláa Húsinu við Rauðku á Siglufirði.