Úrslit Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkinga á Norðurlandi vestra verður haldin í FNV á Sauðárkróki föstudaginn 20. apríl kl. 14:00 en 14 nemendur komast í keppnina að þessu sinni. Forkeppnin var haldin þann 23. mars sl. og liggja nú úrslitin fyrir. Tveir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar komust í úrslitin, en það eru Arnbjörg Hlín og Eydís Rachel og verða þær fulltrúar skólans þann 20. apríl.
Á heimasíðu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra kemur fram að vegleg verðlaun séu í boði sem gefin eru af stofnunum, fyrirtækjum og sveitarfélögum, en keppnin er samvinnuverkefni skólanna og þessara aðila. Megin tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanema á stærðfræði og hvetja þá til dáða í þeim efnum.
Eftirtaldir keppendur mæta til leiks í úrslitakeppnina:
Anna Rós Bragadóttir | Grunnsk. Húnaþings vestra |
Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir | Grunnskóli Fjallabyggðar |
Ásdís Birta Árnadóttir | Höfðaskóli |
Benedikt Axel Ágústsson | Blönduskóli |
Eydís Rachel Missen | Grunnskóli Fjallabyggðar |
Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir | Árskóli |
Guðrún Dóra Sveinbjarnard | Blönduskóli |
Hafdís Lára Halldórsdóttir | Varmahlíðarskóli |
Hákon Ingi Stefánsson | Varmahlíðarskóli |
Heiðrún Nína Axelsdóttir | Grunnsk. Húnaþings vestra |
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir | Varmahlíðarskóli |
Rögnvaldur Tómas Steinsson | Árskóli |
Sigmar Ingi Njálsson | Blönduskóli |
Valdimar Daðason | Dalvíkurskóli |