Úrslit Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkinga á Norðurlandi vestra verður haldin í FNV á Sauðárkróki föstudaginn 20. apríl kl. 14:00 en 14 nemendur komast í keppnina að þessu sinni. Forkeppnin var haldin þann 23. mars sl. og liggja nú úrslitin fyrir.  Tveir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar komust í úrslitin, en það eru Arnbjörg Hlín og Eydís Rachel og verða þær fulltrúar skólans þann 20. apríl.

Á heimasíðu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra kemur fram að vegleg verðlaun séu í boði sem gefin eru af stofnunum, fyrirtækjum og sveitarfélögum, en keppnin er samvinnuverkefni skólanna og þessara aðila. Megin tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanema á stærðfræði og hvetja þá til dáða í þeim efnum.

Eftirtaldir keppendur mæta til leiks í úrslitakeppnina:

Anna Rós Bragadóttir Grunnsk. Húnaþings vestra
Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir Grunnskóli Fjallabyggðar
Ásdís Birta Árnadóttir Höfðaskóli
Benedikt Axel Ágústsson Blönduskóli
Eydís Rachel Missen Grunnskóli Fjallabyggðar
Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir Árskóli
Guðrún Dóra Sveinbjarnard Blönduskóli
Hafdís Lára Halldórsdóttir Varmahlíðarskóli
Hákon Ingi Stefánsson Varmahlíðarskóli
Heiðrún Nína Axelsdóttir Grunnsk. Húnaþings vestra
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli
Rögnvaldur Tómas Steinsson Árskóli
Sigmar Ingi Njálsson Blönduskóli
Valdimar Daðason Dalvíkurskóli