Í dag var haldið kveðjuhóf í tilefni af því að tveir mætir lögreglumenn á Norðurlandi eystra hafa náð 65 ára aldri og þar með lokið farsælum starfsferli sem lögreglumenn. Þetta eru þeir Guðmundur Stefán Svanlaugsson og Valur Magnússon. Þeir munu þó sinna sérverkefnum eitthvað áfram í hlutastarfi.
Þeir eru fremst á myndinni með Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra, Jóhannesi Sigfússyni og Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjónum.