Um mánaðarmótin hélt Lögreglan á Norðurlandi eystra kveðjuhóf í tilefni af því að tveir mætir lögreglumenn hafa lokið störfum í lögreglunni. Báðir hafa starfað í lögreglunni um og yfir 39 ár og hafa nú lokið farsælum starfsferli sem lögreglumenn.

Þetta eru þeir Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn og Sævar Freyr Ingason aðalvarðstjóri.