Tveir menn létust í flugslysi sem varð í dag á Akureyri. Vél Mýflugs TF-MYX brotlenti á kvartmílubrautinni á Akureyri með þeim afleiðingum að tveir létust og einn slasaðist. Þrír voru í vélinni, sem var að koma úr sjúkraflugi en höfðu hætt við lendingu á Akureyrarflugvelli og tekið einn hring til að koma aftur til lendingar. Í vélinni voru tveir flugmenn og einn sjúkraflutningamaður. Vélin hafði verið að sinna sjúkraflugþjónustu á norðurlandi síðan árið 2006 en var smíðuð árið 1983.

TF-MYX