Á tæpum sólarhring hefur verið tilkynnt um tvær bílveltur á Norðurlandi vestra. Í báðum tilvikum virðist ekki vera um slys á fólki að ræða en nokkuð tjón er á bifreiðum.
Bílvelturnar áttu sér stað á ólíkum stöðum við ólíkar aðstæður. Annars vegar í Hrútafirði og hins vegar á Ásum ofan Blönduós.