Trilludagar  verða haldnir í þriðja sinn dagana 27.-29. júlí næstkomandi á Siglufirði. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem fjölskylduvæn hátíð. Laugardagurinn er aðaldagur hátíðarinnar og er setning hátíðarinnar við smábátabryggjuna kl. 10:00. Um kl. 10:15 verður siglt út á fjörðinn fagra og verður frítt að veiða á sjóstöng. Aflinn verður svo grillaður á hátíðarsvæðinu, en þar verður einnig margt um að vera. Frítt er inn á hátíðina en svo getur kostað inn á ákveðna viðburði. Næg tjaldsvæði eru í Fjallabyggð og einnig hótel og gistiheimili sem kjósa það frekar.

Síldargengið fer rúnt um bæinn, Sirkus Íslands kíkir í heimsókn og fjölskyldugrill verður á Smábátabryggja ásamt bryggjuballi þar sem Landabandið mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi.

 

Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér á síðunni.