Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins frá þeim á Akureyrarflugvelli með hollenska ferðamenn frá Amsterdam. Vélin lenti rúmlega 10:30 í morgun en flugtíminn var 3 tímar og 43 mínútur. Vélin hefði geta lent mun fyrr en hún þurfti að hringsóla rétt utan Akueyrar í rúmlega 30 mínútur í 16.000 fetum áður en hún hóf aðflugið að flugvellinum. Þessi auka flugtími var líklega vegna éljagangs á Akureyri á þeim tíma sem vélin átti að lenda.
Norðlendingum gefst tækifæri til að nýta flugferðirnar til Amsterdam.