Senn líður að því að hin frábæra tónlistarhátíð BERGMÁL hefjist í Berg menningarhúsi. Setningartónleikar hátíðarinnar verða mánudaginn 1. ágúst kl. 13:30. Er þetta í annað skiptið sem tónlistarhátíðin er haldin. Hátíðin er dagana 1-4 ágúst.

Hátíðin í ár verður sett með fjölbreyttum opnunartónleikum 1. ágúst. Á þeim tónleikum gefur m.a. að heyra kvartett fyrir flautu og strengi eftir Mozart, virtúósaverk fyrir fiðlu og píanó eftir Sarasate, sem og undursamleg sönglög Jórunnar Viðar. Strax í hádeginu daginn verða fjölbreyttir flautu- og píanótónleikar. Sama kvöld verða kammertónleikar þar sem strengjakvartettinn fær að njóta sín, m.a. í flutningi hins stórbrotna píanókvintetts op. 44 eftir Schumann. Á miðvikudagskvöldinu kveður við annan tón, þegar Kristján Karl Bragason, píanóleikari heldur einleikstónleika þar sem fluttar verða sónötur eftir Chopin, Schubert og Prokofiev. Bergmáli 2011 mun síðan ljúka með sannkallaðri óperuveislu þegar salonband hátíðarinnar, ásamt fjórum glæsilegum einsöngvurum, mun undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar reiða fram óperuveislu þar sem athygli verður beint að ítölsku meisturunum Verdi og Puccini.

Sjáðu alla dagskránna hér.

Dagskrá þeirra tónleika er eftirfarandi:

W. A. Mozart                  Kvartett í D-dúr K. 285 fyrir flautu og strengi

Pablo de Sarasate           Romanza Andaluza op. 22 fyrir fiðlu og píanó

Atli Heimir Sveinsson     Gamansöngvar fyrir mezzósópran og píanó

Olivier Messiaen            Le Merle Noir fyrir flautu og píanó

Sigvaldi Kaldalóns/
Guðmundur Geirdal      Þú eina hjartans yndið mitt

Tryggvi M. Baldvinsson/
Davíð Stefánsson        Krummi

Sigvaldi Kaldalóns/
Halla Eyjólfsdóttir       Svanurinn minn syngur

Pablo de Sarasate        Navarra fyrir tvær fiðlur og píanó
Flytjendur: Þórunn Vala Valdimarsdóttir (mezzósópran), Hafdís Vigfúsdóttir (flauta), Gróa M. Valdimarsdóttir (fiðla), Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir (fiðla), Þóra Margrét Sveinsdóttir (víóla), Ásta María Kjartansdóttir (selló), Sólborg Valdimarsdóttir (píanó), Eva Þyri Hilmarsdóttir (píanó)