Þáttaröðin Ófærð eða Trapped er tekin upp á Siglufirði þessa dagana og mun standa næstu vikur. Tökurnar í gær fóru fram við Suðurgötu og við hesthúsin við Skíðasvæðið í Skarðsdal. Daninn Bjarne Henriksen er meðal leikara í þáttunum, en hann lék meðal annars í myndinni Jagten.
Leikarar í þáttunum eru: Ólafur Darri, Ingvar E. Sigurðs, Þorsteinn Bachkmann, Pálmi Gestsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Kristján Franklin Magnúss og Bjarne Henriksen.