Í dag stóð til að opna Skíðasvæðið á Siglufirði en mikið hvassviðri var á svæðinu og því var ekki hægt að opna. Staðarhaldarar greina frá því að svona mikið ísingarveður hafi ekki verið á svæðinu síðan á árunum 1970-72. Miklar ísingar hafa verið í þrjár vikur sem hafa valdið tjóni á Bungulyftunni og verður hún ekki gangsett fyrr en seint í næstu viku.

Á morgun laugardag er stefnt að því að opna kl. 10:00 og keyra þrjár lyftur.

Sigló mars 2009 013 (Small)