Tjaldsvæðin í miðbæ Siglufjarðar voru þétt setin í gærkvöldi, en meira pláss laust í Ólafsfirði. Húsbílar og hjólhýsi eru í meirihluta á Siglufirði.
Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði, annað er staðsett í miðbænum við Ráðhústorgið og smábátabryggjuna. Þaðan er göngufæri í alla almenna þjónustu, afþreyingu, söfn og setur.
Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn er annað tjaldsvæði svæðið sem er mjög gott fyrir þá sem vilja meiri ró og frið. Þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð, í skógræktina og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ Siglufjarðar frá Stóra Bola.
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við sundlaugina og stutt í alla þjónustu.
Guðmundur Ingi Bjarnason Tjaldvörður í Fjallabyggð birti þessar myndir nú í morgun.
- Fullorðnir: 1.400 kr.
- Eldri borgarar og öryrkir: 1.200 kr.
- Frítt fyrir 16 ára og yngri
- Rafmagn: 1.200 kr.
- Þvottavél; 500 kr.
- Þurrkari: 500 kr.