Búið er að opna tjaldsvæðið í Ólafsfirði formlega og komu fyrstu gestir sumarsins fyrir helgina og voru á húsbíl. Nýtt aðstöðuhús var sett upp síðasta sumar, en þar eru tvær sturtur, eldunaraðstaða, þvottavél og þurrkari. Á svæðinu er einnig opið grillhús. Gestir hafa talað vel um þessa aðstöðu og er hún öll til fyrirmyndar.

En nú er í undirbúningi 9 holu frisbí-golfvöllur sem settur verður upp í sumar, ásamt mini-golfvellinum og einnig hreystitæki. Afþreying fyrir alla og stutt í gönguleiðir og leiktæki á skólalóð grunnskólans.

Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er mjög vel staðsett, við hliðina á sundlaug bæjarins og íþróttahúsi þar sem hægt er að komast í líkamsrækt. Mjög miðsvæðis tjaldsvæði þar sem stutt er í næstu verslun og veitingahús. Ærslabelgurinn er einnig skammt frá tjaldsvæðinu.

Eftir breytingar sumarsins verður þetta eitt fjölskylduvænasta tjaldsvæðið á landinu.

Velkomin til Fjallabyggðar í sumar.

Ljósmyndir með frétt frá Tjaldsvæði Fjallabyggðar/ Guðmundur Ingi Bjarnason, tjaldvörður.

Gæti verið mynd af van
Fyrstu gestir sumarsins á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.
Myndlýsing ekki til staðar.
Í lok sumars 2022 í Ólafsfirði
Myndlýsing ekki til staðar.
Grillhúsið á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði, myndin frá miðju sumri 2022
Myndlýsing ekki til staðar.
Nýja aðstöðuhúsið á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.
Myndlýsing ekki til staðar.
Um mitt sumar 2022 í Ólafsfirði.