Verið er að koma fyrir bráðabirgðar salernishúsi á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði þannig að mögulegt verði að hafa það opið yfir sjómannadagshelgina.

Salernishúsið mun standa þar til nýja byggingin verður tekin í notkun sem verður vonandi fyrir 20. júní næstkomandi.