Umsjónarmenn Tjaldsvæða Fjallabyggðar hafa tilkynnt að tjaldsvæðið á Siglufirði muni opna mánudaginn 16. maí næstkomandi. Þá mun tjaldsvæðið við Stóra Bola líklega opna um næstu mánaðarmót og tjaldsvæðið í Ólafsfirði um miðjan júní. Þar er verið að setja upp nýtt aðstöðuhús sem mun stórbæta þjónustuna fyrir gesti svæðisins.
Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og fjölmörg söfn og veitingastaðir sem óhætt er að mæla með.
Velkomin til Fjallabyggðar í sumar.
