Tindastóll/Hvöt tók á móti Dalvík/Reyni á Blönduósvelli á laugardaginn. Fannar Örn Kobeinsson kom Tindastól yfir strax á 9. mínútu en Dalvíkingar jöfnuðu á 20. mínútu með marki frá Gunnari Má Magnússyni. Ingvi Ómarsson skoraði þá tvo mörk fyrir Tindastól og kom þeim i þægilega stöðu, en mörkin komu á 27. og 45. mínútu. Arnar Sigurðsson kom svo heimamönnum í 4-1 á 60. mínútu og útlitið gott fyrir Tindastól. Snorri Hauksson minnkaði muninn fyrir Dalvík í 4-2 á 75. mínútu en Hilmar Kárason skoraði lokamarkið í leiknum og tryggði Tindastóli 5-2 sigur.

250 áhorfendur voru á leiknum.

Tindastóll er í efsta sæti 2. deildar karla þegar að tvær umferðir eru eftir.  Spila þeir næst við KF á Ólafsfirði og Völsung á Sauðárkróksvelli í lokaumferðinni.

1-0 Fannar Örn Kolbeinsson
1-1 Gunnar Már Magnússon
2-1 Ingvi Hrannar Ómarsson
3-1 Ingvi Hrannar Ómarsson
4-1 Arnar Sigurðsson
4-2 Snorri Eldjárn Hauksson
5-2 Hilmar Þór Kárason