Knattspyrnudeildir Tindastóls og Hvatar tóku þá ákvörðun í gærkveldi að endurnýja ekki samstarfsamninginn sem undirritaður var fyrir ári síðan og munu félögin því ekki halda úti sameiginlegu liði í meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Félögin munu þó halda áfram að eiga gott samstarf, m.a. í starfsemi yngri flokka.

Það verður lið Tindastóls sem mun taka sæti sameiginlega liðsins í 1. deild en knattspyrnudeild Hvatar er að íhuga hvort félagið muni senda lið til leiks í deildarkeppni KSÍ á næsta ári.

F.h. Tindastóls og Hvatar.
Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls
Hilmar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Hvatar.